Mæðgur / Mother and daughter

Ljósmyndir Ernu Ýrar sýna mæður og dætur sem standa við hlutlausan bakgrunn og horfa beint í myndavélina. Sumar mæðurnar eru miðaldra en aðrar eru táningar, en þær eiga það allar sameiginlegt að hafa eignast dætur sínar þegar þær voru sjálfar undir átján ára aldri. Hvort sem þær halda á smábarni eða við hlið fullvaxta konu skynjum við sterkt samband og samhug mæðgnanna. Við skynjum einbeitinguna sem býður samfélagsfordómum birginn og skapar þeim rými til að vaxa og þroskast. Fjölskyldusvipurinn leynir sér ekki, hvorki í andlitum þeirra né í líkamshollningu og augnatilliti. Umfram allt sýna myndirnar óbilandi traust og ást sem engir erfiðleikar munu fá bitið á.

Erna Ýr’s photographs show mothers and daughters, posed against a neutral background and looking us directly in the eye. Some of the mothers are in middle age while some are still teenagers but they all became mothers when they were seventeen years old or younger. Whether they are holding a baby or standing beside a full-grown woman, we sense the closeness of mother and daughter and their determination to defy the prejudice of society and carve a space for themselves to grow and succeed. The family resemblence is evident, not only in their faces but in their attitude and gaze. These images, above all, project an unwavering commitment that we sense will endure whatever difficulties life may bring.

– Jón Proppé